Sparnaðarráð

Málverk fyrir hálfa aðra milljón í „Góða hirðinum“

Þegar starfsmaður Goodwill-verslunarinnar í Virginíuríki í Bandaríkjunum (sem er svipuð verslun og Góði hirðirinn á Íslandi), María Rivera að nafni, sá lítið málverk af konu að drekka te fékk hún á tilfinninguna að málverkið væri verðmætara en gengur og gerist með hluti sem látnir eru söfnunargáma. Tilfinning Maríu var rétt, málverkið var metið af sérfræðingum og þeir komust að því að ítalski 19. aldar málarinn Giovanni Battista málaði það. Verk eftir þennan listmálara eru víst sjaldséð og eftirsótt eftir því. Verkið er metið á eina og hálfa milljón króna.