Sparnaðarráð

Vínrekkar eru til margra hluta nytsamlegir

VinrekkiHver kannast ekki við að hafa keypt vínrekka, til dæmis í Ikea, sem er lítið sem ekkert notaður ýmist vegna þess að vínflöskurnar staldra svo stutt við að það tekur því ekki að setja í rekka eða breyttur lífsstíll gerir hann óþarfan? En ekki lengur. Hér eru þrjár frábærar hugmyndir um hvernig nota má vínrekka undir annað en vínflöskur.

Olíur í eldhúsinu Vínrekkann má nota undir ýmiskonar olíur, vínedik og annað til matargerðar. Í vínrekkanum eru allar flöskurnar á einum stað og eldhúsborðið er snyrtilegra.

Blaðagrind á baðið Vínrekkinn getur verið fyrirtaks blaðarekki á baðherberginu eða í stofunni. Rúlla blöðunum upp og renna inn.

Handklæðarekki Vínrekkann má nota sem handklæðarekka eins og gert er í sundlaugunum. Það má líka setja krullujárn og hárþurrkur í hann.