Sparnaðarráð

Myntulauf eru margra meina bót

MyntulaufÞeir sem eiga plöntuna í potti heima hjá sér eru sérlega heppnir, en myntulaufin fást vitaskuld líka í búðinni. Hér eru nokkrar hugmyndir um hvernig nota má myntulauf til heilsubótar.

Dregur úr krampa. Myntan er þannig af guði gerð að hún dregur úr krampa og slakar á vöðvum í meltingarveginum. Blandið nokkrum myntulaufum í heitt vatn með stítrónu eða telaufum ef það eru ónot í maganum. 

Dregur úr höfuðverk. Hún gerir ekki bara maganum gott, heldur höfðinu líka. Notið sömu aðferð og að ofan við höfuðverk. 

Losar um öndun. Er nebid stibblad? Setjið þá nokkur myntulauf í sjóðandi vatn eða te og andið að ykkur ilminum. Myntan hjálpar til við að opna öndunarveginn og hreinsa út. 

Krydda sallatið. Örlítið af myntu gefur sallatinu alveg nýjan og ferskan keim. 

Í ísmola. Þegar myndan er komin á síðasta snúning er sniðugt að setja hana í ísmolabakka. Síðan má nota myntumolana út í límonaði, vatn eða íste.

Mynta á teppið. Er komin fýla í gólfteppið? Þá er óvitlaust að blanda saman þurrkuðum myntulaufum og bökunarsóda og strá yfir gólfið. Látið liggja í um klukkustund og ryksugið svo upp. Herbergið mun ilma vel. 

Mynta mýkir fætur. Hrærið saman einum bolla af myntulaufum, einum bolla af sjávarsalti og þriðjungi úr bolla af ólífuolíu og nuddið fæturna með blöndunni.