Sparnaðarráð

Á sama tíma í kjörbúðinni

InnkaupakarfaKörfu ekki kerru. Næst þegar þú ferð í búðina skaltu ekki aka kerru um búðina heldur burðast með körfu. Ósjálfrátt forðastu að kaupa óþarfa varning þar sem karfan þyngist við það.

Líta neðar í hilluna. Verðin neðar í hillunni eru oft hagstæðari en þau sem blasa beint við augum. Kaupmenn vita að augun eru um það bil í augnhæð og setja því dýrari vörur í augnhæð í hillurnar.

Ekki kaupa niðursneidda ávexti eða annað niðursneitt. Það er dýrara að kaupa niðursneitt og pakkað en bara hrátt og ótilbúið.