Á sama tíma í kjörbúðinni

User Rating:  / 0

InnkaupakarfaKörfu ekki kerru. Næst þegar þú ferð í búðina skaltu ekki aka kerru um búðina heldur burðast með körfu. Ósjálfrátt forðastu að kaupa óþarfa varning þar sem karfan þyngist við það.

Líta neðar í hilluna. Verðin neðar í hillunni eru oft hagstæðari en þau sem blasa beint við augum. Kaupmenn vita að augun eru um það bil í augnhæð og setja því dýrari vörur í augnhæð í hillurnar.

Ekki kaupa niðursneidda ávexti eða annað niðursneitt. Það er dýrara að kaupa niðursneitt og pakkað en bara hrátt og ótilbúið.

Drýgðu hakk ekki glæp

User Rating:  / 0

NautahakkGæðakokkarnir í Borgarnesi drýgðu nautahakkið ef til vill aðeins of mikið í bökunum sínum. Það er mjög skiljanlegt að þeir hafi viljað drýgja kjötið, kjöt er dýrt og ef hægt er að komast upp með að nota minna hakk í hakkréttinum er um leið verið að tryggja að pyngjan léttist ekki um of.

Hér eru þrjú ráð um hvernig drýgja má nautahakkið á tímum neikvæðs hagvaxtar, gjaldeyrishafta, fallandi gengis og verðbólgu.

Kartöflur. Stappaðu kartöflur og settu í hakkið. (Matarkarfan hefur tekið eftir að það er raunar gert við nautahakkið sem selt er í Krónunni og ef til vill fleiri verslunum.)

Grænmeti. Maukaðu grænmeti í matvinnsluvél. Það má til dæmis mauka kál, gulrætur, spergilkál, papriku og sellerí. Það má einnig setja maukaðar (niðursoðnar) linsubaunir eða soðin hrísgrjón.

Gamalt brauð. Rífðu gamla brauðið í smáa bita og hrærðu eggi og kryddum eftir smekk út í. Bollur og borgarar hanga betur saman með brauði út í og kjötið drýgist.

Hrossakjöt. Hrossakjöt er vitaskuld einnig kostur þegar drýgja þarf nautahakk. En til hvers? Af hverju ekki bara hafa hrossakjöt eða -hakk á borðum öðru hvoru? Íslendingar hafa alltaf borðað hrossakjöt, ólíkt til dæmis Bandaríkjamönnum sem leggja það sér ekki til munns frekar en hundakjöt.

Kveiktu á LED perunni

User Rating:  / 0

LEDperaHver kannast ekki við að þurfa sí og æ að skipta um sprungnar ljósaperur? En ekki lengur. Nú er komin lausn. LED perur. Þær eru dýrari en glóperur, satt er það, en þær endast líka 25 sinnum lengur. Ólíklegt verður að teljast að LED pera sem skrúfuð er í perustæði í dag verði skrúfuð úr því aftur á meðan land byggist. LED perur springa nefnilega aldrei, heldur missa aðeins ljósmagnið eftir þúsund ár eða svo (eða næstum því).

Betri nýting. Glóperur er mjög ófullkomnar að því leyti að aðeins 5 til 10% af orkunni sem þær taka til sín verður ljós. 90 til 95% er hiti. Þessvegna bráðna flugur stundum sem setjast í ógáti á glóperur. Það er ef til vill ekki nema von að glóperurnar séu ófullkomnar, þær eru jú 135 ára gömul uppfinning. Það eru fá rafmagnstæki á heimilum í dag sem hafa dugað svo lengi. Orkan í LED perunum á hinn bóginn er 60% ljós. Þær hitna sem sagt miklu minna og nota miklu minni orku (færri vött fyrir sama ljósmagn).

Björt strax – ekkert kvikasilfur En sagan er ekki öll sögð með þessu, vegna þess að LED perurnar skína af krafti um leið og kveikt er á þeim. Það þarf ekki að bíða eftir að peran „hiti sig upp“. Hér er verið að tala um sparperurnar svokölluðu sem innihalda hið geðslega efni kvikasilfur. Sömu perur og Evrópusambandið vill innleiða fyrir alla muni. Slíkar perur eru eins og olíuskip, það tekur þær langan tíma að komast á skrið. Kvikasilfursperurnar eru margar hverjar þeirrar ónáttúru að það er ekki hægt að stilla birtumagnið frá þeim með dimmer. LED perurnar er hægt að dimma fram og til baka.

Það er ekki skemmtileg tilhugsun að brjóta óvart kvikasilfursperu, en eins og allir vita eru slíkar ljósaperur og glóperur meira en lítið brothættar. LED perurnar hafa vinningin hér líka vegna þess að þær eru ekki eins brothættar og ef þær skyldu brotna eru þær húðaðar með efni sem kemur í veg fyrir að glerbrotin dreifist út um allt.

Allir litir rófsins. Einn kosturinn enn við LED perurnar er að hægt er að velja perur með heitri birtu, kaldri birtu og litaðri birtu (allt litrófið). Stundum er hægt að koma mörgum eiginleikum fyrir í eini peru eða peruborða. Það má stilla peruna þannig að mismunandi díóður lýsi við mismunandi tækifæri. Heitt, kalt eða litað eftir stemmningunni það skiptið.

Fjarstýrðar perur. Nú eru komnar á markað LED perur sem eru með innbyggðum móttakara fyrir fjarstýringu þannig að það er hægt að kveikja og slökkva á perunum, auk dimma, með fjarstýringu, símanum eða yfir netið. Það er sem sagt hægt að kveikja og slökkva á ljósunum heima í Kópavogi frá Ástralíu.

Dýrar en fara lækkandi. Eini ókosturinn við LED er verðið. Verðið er hátt til skamms tíma, en lágt til langs tíma. Svo gæti farið að LED perur verði í framtíðinni hluti af búslóðinni þar sem þær eru fjárfesting og ástæðulaust að skilja slíka fjárfestingu eftir þegar flutt er. Verðið á LED perunum fer hríðlækkandi þessi misserin svo afsökunin um að skipta ekki yfir í LED verður sífellt veikari.

Þegar peysu skal handþvo

User Rating:  / 0

Matarkarfan rakst á þetta frábæra kennslumyndband um peysuhandþvott. Duna færir visku kynslóðanna áreynslulaust á milli.

Myntulauf eru margra meina bót

User Rating:  / 0

MyntulaufÞeir sem eiga plöntuna í potti heima hjá sér eru sérlega heppnir, en myntulaufin fást vitaskuld líka í búðinni. Hér eru nokkrar hugmyndir um hvernig nota má myntulauf til heilsubótar.

Dregur úr krampa. Myntan er þannig af guði gerð að hún dregur úr krampa og slakar á vöðvum í meltingarveginum. Blandið nokkrum myntulaufum í heitt vatn með stítrónu eða telaufum ef það eru ónot í maganum. 

Dregur úr höfuðverk. Hún gerir ekki bara maganum gott, heldur höfðinu líka. Notið sömu aðferð og að ofan við höfuðverk. 

Losar um öndun. Er nebid stibblad? Setjið þá nokkur myntulauf í sjóðandi vatn eða te og andið að ykkur ilminum. Myntan hjálpar til við að opna öndunarveginn og hreinsa út. 

Krydda sallatið. Örlítið af myntu gefur sallatinu alveg nýjan og ferskan keim. 

Í ísmola. Þegar myndan er komin á síðasta snúning er sniðugt að setja hana í ísmolabakka. Síðan má nota myntumolana út í límonaði, vatn eða íste.

Mynta á teppið. Er komin fýla í gólfteppið? Þá er óvitlaust að blanda saman þurrkuðum myntulaufum og bökunarsóda og strá yfir gólfið. Látið liggja í um klukkustund og ryksugið svo upp. Herbergið mun ilma vel. 

Mynta mýkir fætur. Hrærið saman einum bolla af myntulaufum, einum bolla af sjávarsalti og þriðjungi úr bolla af ólífuolíu og nuddið fæturna með blöndunni.

Vínrekkar eru til margra hluta nytsamlegir

User Rating:  / 0

VinrekkiHver kannast ekki við að hafa keypt vínrekka, til dæmis í Ikea, sem er lítið sem ekkert notaður ýmist vegna þess að vínflöskurnar staldra svo stutt við að það tekur því ekki að setja í rekka eða breyttur lífsstíll gerir hann óþarfan? En ekki lengur. Hér eru þrjár frábærar hugmyndir um hvernig nota má vínrekka undir annað en vínflöskur.

Olíur í eldhúsinu Vínrekkann má nota undir ýmiskonar olíur, vínedik og annað til matargerðar. Í vínrekkanum eru allar flöskurnar á einum stað og eldhúsborðið er snyrtilegra.

Blaðagrind á baðið Vínrekkinn getur verið fyrirtaks blaðarekki á baðherberginu eða í stofunni. Rúlla blöðunum upp og renna inn.

Handklæðarekki Vínrekkann má nota sem handklæðarekka eins og gert er í sundlaugunum. Það má líka setja krullujárn og hárþurrkur í hann.