Appelsínuljós

Hér sýnir Jónas hvernig breyta má appelsínu í ljós, eða kerti. Það er mikilvægt að hafa skál undir ljósinu til að forðast íkveikju.

Sparnaðarráð: Lambalifur er herramannsmatur

Það fæst varla ódýrari og næringarríkari matur en lambalifur. Kílóið kostar aðeins brot af kílóverði kjöts. Hér sýnir Anna Soffía hvernig á að matreiða lifur fyrir fjölskylduna.

Appelsína í eigin skál

Þessi sniðugi og ferski eftirréttur er stundum borinn fram á eftirlætis sushi-stað Matarkörfunnar.

Uppskrift: Uppþvottavélareldaður lax

LaxUppthvottavelLax eldaður í uppþvottavélinni er mikið lostæti. Margir vilja meina að uppþvottavélin varðveiti betur vítamínin sem eru í laxinum heldur en pottsuða eða ofnbökun.

Innihald
1 msk. ólífuolía
4 200 gr laxabitar
¼ bolli ferskur súraldinsafi (lime)
Salt og pipar
1 sítróna skorin í báta
2 álpappírsblöð um 30X30 sm að stærð.

Aðferð
1. Smyrja glanshliðina álpappírsblöðum með olíunni. Leggja 2 laxabita hlið við hlið á hvort blað. Brjóta upp á hliðarnar á álpappírnum til að varna leka og láta límónusafann drjúpa jafnt á bitana. Krydda með salti og pipar.
2. Brjóta álpappírinn saman þannig að úr verði 2 loftþéttir pakkar. Nota hugvitið, en ef það þrýstist vökvi úr þeim eftir að búið er að pakka, eru þeir ekki alveg þéttir.
3. Setja pakkana í efri hilluna á uppþvottavélinni. Stilla vélina á „Normal“ þvott.
4. Taka álpappírinn utan af og bera fram með sítrónubátunum.

Uppskriftin er fyrir fjóra, en vel má elda fyrir heila giftingarveislu með þessari aðferð.

Verði þér að góðu.

Örbylgju-bökuðu kartöflurnar mínar

001-KartoffelsInnihald
Kartöflur.

Græjur
Eldfast leirfat eða diskur.

Aðferð
1. Velja saman álíka stórar kartöflur. Hér er miðað við 4 kartöflur af svipaðri stærð.
2. Raða kartöflunum á disk eða leirfat.
3. Elda í 4 + 4 + 4 mínútur. Snúa á milli.
4. Stinga í kartöflurnar. Ef þær eru ekki tilbúnar, elda í 2 mínútur í senn þar til þær eru mjúkar í gegn.

Örbylgjubakaðar kartöflur gefa grilluðum ekkert eftir. Til að fá grilláferðina á þær er rétt að setja þær í nokkrar mínútur á grillið, en þær eru jafn góðar þótt þær fari beint á diskinn úr örbylgjunni.

Örbylgju-ristuðu hneturnar mínar

002-Ristadur hnetukallAð rista hnetur í örbylgjunni er góð skemmtun, en hún krefst árvekni og lítilsháttar tilraunastarfsemi vegna þess að hnetur eru misstórar og ofnar mismunandi. Best er að elda þær á fullum styrk mínútu í senn, velta og halda svo áfram þar til þær eru orðnar ristaðar.

Örbylgjuristaðar hnetur henta ljómandi vel út á morgunskyrið eða í baksturinn þar sem ekki er þörf á miklu magni.