Afmælisveisla

Í dag komst ég að því að besta vinkona mín var að fara að halda afmælisveislu og mér var ekki boðið. Ég spurði hana hvers vegna. Hún svaraði: „Hvaða afmælisveislu?“ Veislan átti að koma henni á óvart.

Fylgjast vel með umhverfinu

Í dag hélt mamma yfir mér langan fyrirlestur um hvað það er mikilvægt að vera með opin augu fyrir því sem er að gerast í kringum mann. Meðan hún talaði sá ég eiturlyfjaviðskipti fara fram á bílastæðinu þar sem við vorum. Hún tók ekki eftir því.

Asni

Í dag var mér sagt að kínverska kveðjan sem skólabróðir minn kenndi mér er í raun ekki kveðja, heldur: „Ég er asni“. Ég er búinn að vera að slá um mig með kínverskunni í að verða mánuð.

Dökk ára

í dag hætti kærastan með mér vegna þess að miðill sem hún fór til röflaði um að ég væri með „dökka áru“. Kannski er hún bara of vitlaus til að vera í sambandi.

Sólbruni

Í dag komst ég að því að það er alveg hægt að sólbrenna á iljunum.

Elskarðu mig minna en ég þig?

Í dag trúði kærastan mér fyrir því að hún væri hrædd um að hún elskaði mig meira en ég elskaði hana, og að hún væri hrædd um að ég segði henni upp. Svo að hún hætti með mér. Ég er að hugsa um að biðja hennar.